HÚÐGERÐIR

  • Venjuleg húð hefur oftast nóg af bæði raka og olíuframleiðslu og er húðin þá mjúk og ,,þrýstin".

  • Þurr húð hefur litla olíuframleiðslu og lítið af náttúrulegum raka.

  • Feit húð framleiðir umfram olíu sem sést sem glans eða fita efst á húðinni. Ef olíumikil húð er ekki meðhöndluð á réttan hátt getur húðin byrjað að framleiða stíflur, fílapennsla og bólur myndast.

  • Blönduð húð. Svitaholurnar eru stærri í kring um nefið, ennið og á hökunni. Kinnarnar eru vanalega eðlilegar, en geta stundum verið smá þurrar.T- svæðið: enni, nef og haka eru olíukennd og þú ert líklegri til að fá bólur þar.



ÞURR HÚÐ

Ef húðin virkar stíf og þurrkablettir myndast auðveldlega, þá er líklegt að þú hafir þurra húð.

Þurr húð skortir oft olíu og raka og því ráðlagt að huga að því hvernig við getum aukið við olíuframleiðsluna og rakann. Gott er að vera líka meðvitaður um það hvað sé best að varast svo húðin missi ekki meiri olíu eða raka


HVAÐA VÖRUR GET ÉG NOTAÐ?

Mikilvægt er að nota góða andlitshreinsa sem þurrka ekki húðina. Andlitshreinsiolía hentar mjög vel þurri húð, en þeir næra húðina með olíukenndri áferð sinni, þurrka ekki né erta húðina. Farðinn lekur af húðinni.

Hreinsimjólk og léttir krem hreinsar eru einnig mjög góðir fyrir þurra húð. Forðist hreinsa sem innihalda alkahól sem fyrsta innihaldsefni og leitið af hreinsum sem innihalda vatn sem fyrsta innihald.

Forðist tóner sem innihalda alkahól, en þeir geta verið mjög þurrkandi.

Það er gott að eiga nóg af andlitsolíu fyrir veturinn og rakakrem sem hefur þykkari áferð.

Veljið ykkur vörur sem eru olíukenndari.

Serum vinnur dýpra á húðinni svo það er góð leið að nota það til að vinna á slíkum húðvandamálum og fyrir þurra húð er gott að huga að olíukenndari serumi.

Sama með rakakrem þar sem olíukennd efni eins og shea butter, jojoba olía eru meðal fyrstu innihaldsefna. Þessi krem eru oft meira rakagefandi og nærandi.

Mælum einnig með að nota olíur. Gott að setja á húðina morgns og kvölda yfir köldustu og þurrustu mánuðina.

HVAÐA VÖRUR HEFUR SANA FYRIR ÞURRA HÚÐ?

Sana býður upp á frábært úrval af vörum fyrir þá sem eru með þurra húð.

  • Andlitshreinsiolíu frá AROMATICA með kókos- og lavenderilm.
  • Mjúkan mjólkurhreinsi frá SIORIS með mildum ávaxta- og hnetuilm.
  • Tóner frá AROMATICA sem er alkahóllaus og þurrkar ekki.
  • Rakakrem frá AROMATICA sem er sérstaklega rakagefandi og mjúkt.
  • Rakakrem frá SIORIS sem gefur góðan raka og hefur létt yfirbragð.
  • Olíur frá AROMATICA úr Neroli og Tea green.
  • Ampoule sem gefur húðinni extra góðann raka frá SIORIS.
  • Næturkrem frá SIORIS sem er einstaklega rakagefandi, nærandi og mjúkt.


FEIT HÚÐ

Feit húð framleiðir umfram olíu sem sést sem glans eða fita efst á húðinni. Ef olíumikil húð er ekki meðhöndluð á réttan hátt, getur húðin byrjað að framleiða stíflur, fílapensla og bólur myndast. Til að hafa stjórn á olíumyndun í húðinni er mikilvægt að nota krem og aðrar vörur sem ætlaðar eru fyrir feita húð.

HVAÐA VÖRUR GET ÉG NOTAÐ?

Feit húð hefur oft stórar opnar svitaholustíflur og vandamál á svokalla T-svæðinu. Gott er að hreinsa húðina kvölds og morgna með andlitshreinsi. Góður andlitshreinsir sem ekki er byggður upp með olíu nota svo hreinsivatn/toner og olíulítið eða olíulaust rakakrem eða serum.

HVAÐA VÖRUR HEFUR SANA FYRIR FEITA HÚÐ?

  • Andlitshreinsi frá AROMATICA rose, hreinsirinn freyðir og hreinsar vel burt öll óhreinindi og farða. Hreinsirinn er mjög drjúgur.
  • Andlitshreinsir frá RUHUKU merkinu. Engar auka olíur, hreinsar vel og ilmar af ilmkjarnaolíu.
  • Tóner frá AROMATICA, en tónerinn gefur húðinni jafna áferð.
  • Serum frá AROMATICA, þetta serum endurbyggir húðina, en er ekki mjög olíukennt.
  • Rakakrem frá RUHUKU, en það fer vel inn í húðina en er ekki mjög olíukennt.
  • Rakakrem frá SIORIS, gefur góðan raka, er nærandi en ekki mjög feitt.


BLÖNDUÐ HÚÐ

Blönduð húð getur verið einstaklega erfið, þar sem erfitt getur verið að finna vörur sem henta öllu andlitinu í einu. Blönduð húð getur oft orsakast útaf hormónabreytingum og þá sérstaklega tengdum tíðarhringnum eða þegar konur fara á breytingaskeiðið. Ofnotkun á vörum sem annaðhvort fjarlægja olíurnar af húðinni eða of feit rakakrem geta líka valdið því að húðin fari í ójafnvægi. Þar af leiðandi er mikilvægt að nota mildar húðvörur og passa sig að fara ekki út í öfgar á annan hvorn veginn.

HVAÐA VÖRUR GET ÉG NOTAÐ?

Sérstaklega erfitt getur reynst þeim sem eru með blandaða húð að finna rakakrem sem gefur húðinni nægan raka en skilur hana ekki feita eftir daginn. Þar af leiðandi mælum við með því að nota olíulaust rakakrem fyrir daginn en nota næturkrem sem innihalda olíur á kvöldin.

HVAÐA VÖRUR HEFUR SANA FYRIR FEITA HÚÐ?

  • Mjúkan andlitshreinsi eins og mjólkurhreinsirinn frá SIORIS.
  • Ilmkjarnaolíuhreinsi frá RUHAKU. Þurrkar ekki né gefur mikla olíu.
  • Tóner frá AROMATICA, þurrkar ekki og jafnar húðina.
  • Serum frá SIORIS sem er stútfullt af vítamínum, mýkir húðina og jafnar húðlitinn.
  • Serum frá AROMATICA, endurnærandi og græðandi.
  • Rakakrem frá SIORIS, mjög milt krem sem er ekki of feitt, en er nærandi.
  • Næturkrem frá SIORIS, en það er aðeins feitara en dagkremið og gefur húðinni því aðeins meiri olíu yfir nóttina.


RAKASPREY

Ekki gleyma rakaspreyinu. Hjálpar við að gefa auka raka í þurru og köldu loftslagi og eftir notkun á andlitsgrímum.