Skilmálar

SANA
Pöntun er afgreidd þegar greiðsla hefur borist. Um leið og greiðsla berst er kaupanda send staðfesting í tölvupósti. Réttur er áskilinn til að staðfesta pantanir símleiðis í undantekningartilfellum. Hægt er að velja að sækja pöntun eða fá sent. Allar sendar pantanir fara með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu
vörunnar. SANA ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá SANA til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. Einnig er hægt að sækja pantanir til okkar á lager að Auðbrekku 19, 200 Kópavogi.

Afhendingartími
Afhendingartími innanlands er að jafnaði 2 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað. Varan er send beint heim upp að dyrum til kaupanda eða á næsta pósthús ef heimkeyrsla er ekki í boði í viðkomandi bæjarfélagi. Íslandspóstur sendir kaupanda sms áður en sendingin er keyrð út. Gætið að því að fylla út réttar upplýsingar um heimilisfang við pöntun til að tryggja rétta afhendingu.

Einnig er hægt að bóka tíma hjá okkur til að sækja vöruna á sana@sana.is

Sendingarkostnaður
Sendingarkostnaður bætist við pöntun áður en greiðsla fer fram.  Frí heimsending ef verslað er fyrir 15.000 kr eða meira. Allar sendingar eru sendar beint upp að dyrum ef þess er kosið. SANA sendir hvert á land sem er. Fyrir erlendar pantanir bætist við 2.900 krónur í sendingarkostnað og hægt verður að sækja pöntunina á nálægu pósthúsi.

Verð

24% VSK er innifalinn í verði vörunnar og reikningar eru gefnir út með VSK. Öll verð eru birt meðfyrirvara um myndbrengl eða prentvillur og áskilur SANA sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp. Ef varan en ekki til á lager látum við þig vita og endurgreiðum hafi greiðsla farið fram. Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.

Vörur
Ef ljósmyndir og eða litir eru óskýrir á vefsíðu, vinsamlegast sendið þá beiðni um frekari lýsingu á vöru á netfangið sana@sana.is

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.
Vinsamlegast hafið samband við okkur í síma: 519-7440 eða sendið okkur tölvupóst á sana@sana.is ef spurningar vakna.

Greiðslur
Það er hægt að greiða með millifærslu, þegar sá valmöguleiki er valinn þá færðu sendan tölvupóst með upplýsingum um reikningsnúmer og kennitölu fyrirtækisins. Pöntun er samþykkt um leið og millifærslan hefur gengið í gegn, ef ekki er greitt innan sólarhrings telst pöntun ógild. Þú getur einnig greitt fyrir vöruna í vefversluninni með kreditkorti í gegnum örugga greiðslugátt Borgunar.

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Lög um varnarþing

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur Goddi ehf. á grundvelli ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.