SANA er íslensk vefverslun sem sérhæfir sig í umhverfisvænum og hreinum hágæða vörum fyrir húð og hár. Við
leitumst eftir því að bjóða upp á húðvörur þar sem allt ferli framleiðslunnar er hreint og umhverfisvænt. Því býður SANA einungis upp á lífrænar húðvörur sem ekki eru prófaðar á dýrum og eru vottaðar af umhverfisstofnunum. Sumar af vörunum okkar eru vegan húðvörur og þær sem eru í plasti, eru PET, PP, PE.

Vörurnar koma frá Japan og Suður- Kóreu, en með tímanum viljum við einnig bjóða upp á flottar, hreinar og umhverfisvænar húðvörur úr öðrum merkjum og frá öðrum heimshornum. Kóreskar og japanskar húðvörur hafa um langan tíma verið að slá í gegn út um allan heim, þar sem þær eru þekktar fyrir að vera mjög virkar og innihalda góð og hrein innihaldsefni.

Hvað felur annars þessi húðumhirða í sér og er hún eitthvað öðruvísi en venjuleg húðrútína?

Suður-Kórea og Japan hafa með tímanum þróað með sér áhrifaríka aðferðir til að huga vel að húðinni, með uppfinningum á nýjum vörum, en einnig með því að nýta sér fornar Austur-asískar aðferðir. Það er aldagömul hefð að huga vel að húð sinni í þessum menningarheimum og  erum því afar stolt að kynna fyrir ykkur þessar frábæru vörur og við vonum að þið eigið eftir elska þær eins mikið og við gerum.

Bókið endilega viðtal ef þið viljið fá að sjá húðvörurnar eða fá auknar upplýsingar á netfangið
sana@sana.is.