MORGUNRÚTÍNA

SKREF 1. HREINSA.

Á morgnanna er mikilvægt að þrífa andlitið eftir óhreinindi sem leynast bæði í koddanum og í loftinu. Þá er hægt að nota sömu andlitshreinsa og í kvöldrútínunni, en passa þó að velja milda hreinsa á morgnana. Við mælum með  AROMATICA REVIVING ROSE INFUSION CREAM CLEANSER,  SIORIS Cleanse me softly Milk cleanser eða olíuhreinsi eins og  AROMATICA NATURAL COCONUT CLEANSING OIL eða andlitshreinsiolíunni úr Ruhaku línunni Reset Cleansing Oil.

SKREF 2. TÓNER

Því næst er það tóner til að undirbúa húðina fyrir næstu skref. Þá er gott að nota AROMATICA VITALIZING ROSEMARY DECOCTION TONER Alkóhólfrítt andlitsvatn, hannað með viðkvæma húð í huga. Aromatica Vitalizing Rosemary Decoction tónerinn er 99% náttúrulegur með rósmarín til að hjálpa til við að endurstilla bæði húð og huga.

SKREF 3. SERUM/AMPOULE

Ampoule eða Serum. Hér mælum við með SIORIS. A calming day Ampoule 35ml sem er tilvalið fyrir viðkvæm húð.  Varan er með Omija Fruit Extract sem er bólgueyðandi ásamt andoxunar og bólgueyðandi Calendula- og Centella Asiatica þykkni (5%).  Reviving Rose infusion serum 100 ml. Einnig er Rose Infusion Serum í Aromatica 100ml blanda af lífrænu rósavatni og rósar ilmkjarnaolíu. Serumið er mjög rakagefandi en það vinnur að þéttingu og raka. Það hjálpar til að slétta fínar línur. Það kemur í glerflöskum Aromatica sem eru 100% endurvinnanlegar umbúðir. Einnig er SIROIS. Bring the light Serum      35ml mjög gott. Bring the light Serum er tilvalið ef húðin virðist þreytt og þú ert að leita eftir því að endurnæra hana þá mælum við með þessu ofur serumi. Þetta serum er algjör næringabomba sem innheldur hráefni eins og spergilkál, haframjöl, plómu og vínberjaolíu. Serum er gert úr 66,8% lífrænu ávaxtavatni – unnið úr grænum plómu eða yuzu. Hægt er að nota það á daginn og á kvöldin.

SKREF 4. RAKAKREM

Mikilvægt er síðan að skella á góðu rakakremi og hef ég mikið verið að lofsyngja kremin frá AROMATICA , SIORIS og RUHAKU undanfarið. Þessi merki bjóða upp á rakakrem sem er stútfullt af raka og mjúkt eins og silki og eru gerð fyrir ofnæmisgjarna, viðkvæma og þá sem þurfa að kæla eða græða húðina.

KVÖLDRÚTÍNA

SKREF 1. HREINSA

Mikilvægt er að hreinsa vel húðina eftir daginn, hvort sem notaðar eru förðunarvörur eða ekki. Andrúmsloftið í kringum okkur er fullt af óhreinindum og skaðlegum efnum sem setjast á húðina okkar og með tímanum fara inní hana, sem við viljum alls ekki. Því er mikilvægt að byrja á að hreinsa farða af með til dæmis AROMATICA REVIVING ROSE INFUSION CREAM CLEANSER,  SIORIS Cleanse me softly Milk cleanser eða olíuhreinsi eins og  AROMATICA NATURAL COCONUT CLEANSING OIL.

SKREF 2. TÓNER

Því næst er það tóner til að undirbúa húðina fyrir næstu skref. Þá er gott að nota AROMATICA VITALIZING ROSEMARY DECOCTION TONER Alkóhólfrítt andlitsvatn, hannað með viðkvæma húð í huga. Aromatica Vitalizing Rosemary Decoction tónerinn er 99% náttúrulegur með rósmarín til að hjálpa til við að endurstilla bæði húð og huga.

SKREF 3. KREM EÐA ANDLITSOLÍA

Gott er að enda kvöldrútínuna á góðu rakakremi eða olíu. AROMATICA REVIVING ROSE INFUSION CREAM 50ML. Rakakrem sem djúpnærir húðina. Kremið er ríkt af andoxunarefnum eins og Rose Essential Oil. Kremið vinnur að náttúrulegri mýkt í húðinni og hjálpar til við að lyfta og slétta útlínur andlitsins. Kremið inniheldur Acai og hafra og hjálpar til við að viðhalda heilbrigði húðarinnar. Eða Organic Neroli Brightening Facial Oil  30ML. Þessi lífræna andlitsolía er samsett úr nerolíolíu til að hjálpa til við að endurnýja húðina. Neroli er dýrmætt seyði en vitað er að Neroli olía hjálpar til við endurnýjun húðina svo að húðin geti virst bjartari. Olían vinnur einnig að því að viðhalda teygjanleika húðarinnar. Olían er sérstaklega góð fyrir viðkvæma húð- og frábær lausn fyrir þá sem hafa fundið retínól eða C-vítamín vörur of erfiðar. Létt og stíflar ekki svitaholur. Eða Tea Tree Green Oil 30ML. Hressandi andlitsolía með grænni orku náttúrunnar sem gefur húðinni innri raka og róar viðkvæma húð og stuðlar að heilbrigðri húð.

NOTKUNARLEIÐBEININGAR

Hvernig á að nota serum?

Það er best að nota serum eftir húðhreinsun og fyrir rakakrem. Gott er að leyfa serum-inu að fara inn húðina áður en rakakremið er sett á.

Afhverju að nota augnkrem?

Húðin í kringum augnsvæðið er mun viðkvæmara en restin af andlitinu. Húðin á augnsvæðinu er þynnra, viðkvæmara og missir rakan fyrr heldur en restin af andlitinu. Þess vegna þarf þetta svæði oft meiri raka og virkni heldur en restin af andlitinu. Augnsvæðið er líka fyrsti staðurinn til að sýna ummerki öldrunar. Einnig með því að nota augnkrem getur þú unnið á dökkum baugum.

Hvernig á að nota augnkrem?

  • Lítið í einu: Það þarf einungis lítið af vöru í einu á þetta svæði
  • Nota baugfingur við ásetningu: Með því að nota baugfingur á þetta viðkvæma svæði kemur ekki eins mikill þrýstingur
  • Finna augnkrem sem hentar þinni húð og þínum aldri

Ég vona að þessar leiðbeiningar hafi verið hjálplegar. Ef þið hafið frekari spurningar, ekki hika við að vera í sambandi við okkur hjá sana@sana.is.