Andlitshreinsir
Andlitshreinsar eru notaðir til að fjarlægja farða, dauðar húðfrumur, olíu, óhreinindi og eða önnur mengunarefni í umhverfinu af húðinni. Hreinsirinn hjálpar til við að hreinsa húðina, svitaholur og getur minnkað bólumyndun.
Það er góð regla að þvo andlit að minnsta kosti einu sinni á dag. Þeir sem eru með olíukennda eða blandaða húð geta haft gagn af því að hreinsa húðina tvisvar á dag (á morgnanna og fyrir svefninn), en fyrir þá sem eru með þurra húð getur verið nóg að hreinsa fyrir svefninn.
Vertu viss um að skola hreinsinn vel af andlitinu, annars gæti húðin orðið þurr.
Skoðaðu vel þína húðgerð og hverskonar hreinsir hentar þinni húð best.
Tóner
Tóner fjarlægir einnig óhreinindi úr húðinni og hreinsar vel svitaholurnar eftir andlitsbað. Ef við erum dugleg að nota tóner reglulega getur það haft mikil og jákvæð áhrif á útlit og þéttleika svitaholanna.
Tónerinn er árangursrík leið til að koma jafnvægi á sýrustig húðarinnar, sem getur hjálpað húðinni að verða síður olíukennd og getur gefið húðinni líflegra og sléttara útlit. Tóner hjálpar til við að róa og koma jafnvægi á húðina og undirbúa hana fyrir næsta mikilvæga skref í húðrútínunni sem er að nota; serum, rakasprey, ampúla, c-vítamín, pólyhenol, næturkrem eða rakakrem.
Best er að nota tóner eftir að hafa notað andlitshreinsi. Hægt er að nota tónerinn tvisvar á dag eftir hreinsun, svo framarlega sem húðin þolir efnasamsetninguna. Hægt er að nota tóner kvölds og morgna, en ef húðin þín verður þurr eða ef þú kemst í ójafnvægi auðveldlega, þá er betra að nota hann einu sinni á dag eða annan hvern dag.
Rakasprey
Rakasprey er ekki aðeins hressandi, það gefur auka raka og frískar upp á húðina. Hann gefur manni ferskann ljóma. Rakasprey eru gerð til að róa húðina, fríska upp á förðun, herða svitaholur, næra húðina og stuðla að heilbrigðari húð.
Gott er að nota rakaspreyið eftir að þú hefur þvegið andlitið og sett á þig tóner. Einnig getur það verið hjálplegt að spreyja 1-2 sinnum yfir andlitið til að fríska upp á húðina áður en þú berð á þig krem eða yfir förðuna yfir daginn.
C-Vítamín
Vítamín -C stuðlar að aukinni framleiðslu á kollageni, sem getur dregið úr fínum línum og stuðlað að þéttari og unglegri húð.
C-vítamín er andoxunarefni, sem þýðir að það verndar húðfrumur gegn skaðlegum sindurefnum af völdum útfjólublárra geisla.
Gott er að byrja hægt og rólega að nota C-vítamín áður en þú byggir upp þol til að geta notað það daglega eða tvisvar á dag. SANA býður upp á tvær týpur af Vítamíni –C, annað er ekki eins sterkt og virkar vel fyrir þá sem eiga erfitt með að nota þessar vörur.
Berðu á þið C-vítamínið eftir hreinsun og tóner, en áður en þú notar rakakrem. Settu nokkra dropa í lófann og nuddaðu varlega á andlitið þitt og háls með fingurgómunum. Þetta er hægt að gera einu sinni til tvisvar á dag, þegar þú hefur vanist vörunni og sérð að þín húðgerð þolir þessa vöru.
Hver er besta leiðin til að geyma C-vítamínið ?
- Best er að geyma það á köldum og dimmum stað, svo sem í ísskápnum, en það hjálpar til við að halda því fersku svo það oxist ekki.
- Fylgjast með dagsetningunni, þ.e. að það sé ekki útrunnið.
- Passa vel upp á að flaskan sé vel lokuð.
Pólyhenol
Rannsóknir hafa sýnt að notkun á pólýfenoli fyrir húðina getur verndað hana gegn krabbameini og annars konar sólskemmdum. Pólýfenól getur einnig hjálpað til við að draga úr öldrun húðarinnar og skemmdum eins og sólarblettum, fínum línum og hrukkum.
Plöntur sem búa yfir Pólýfenóli búa yfir bólgueyðandi, ónæmisbreytandi eiginleikum ásamt góðu magni af andoxunarefnum og viðgerðareiginleikum
Gott er að nota þessa vöru eftir að þú ert búin að nota tóner og áður en þú notar serum eða rakakrem.
Ampúlur
Ampúla samanstendur af smærri sameindum með miklum styrk. Ampúlur eru oftast gerðar úr færri efnum en Serum, en meiri prósentu af virkum efnum. Þess vegna er gott að nota það þegar þú vilt gefa húðinni extra gott „boost“ eða t.d. eftir flug þegar húðin er aðeins þreyttari og vantar auka raka.
Serum
Serum er hannað til að skila virkum efnum inn í húðina. Oftast er serum tært, fljótandi og er áferðin töluvert þynnri en rakakrem. Serumið er venjulega notað fyrir rakakrem til að hjálpa til við að viðhalda raka í húðinni.
Serum samanstendur af smærri sameindum sem ná vel inn í húðlögin og eru byggð upp á virkum efnum sem eiga að vinna í því að styrkja húðina.
Augnkrem
Augnkrem vinna að því að gefa augnsvæðinu meiri raka og geta jafnvel hjálpað til við að draga úr fínum línum og hrukkum. Þau eru hönnuð til að nota á viðkvæmari húð í kringum augun.
Gott er að nota augnkrem sem innihalda innihaldsefni eins og hýalúrónsýru og keramíð til að gefa aukinn raka og minnka hrukkur.
Rakakrem
Helsta hlutverk dagkremsins er að gefa aukinn raka. Dagkrem viðhalda rakanum í húðinni og gefa húðinni mýkri og sléttari áferð. Notkun dagkrems vökvar og nærir húðina og kemur í veg fyrir að þú finnir fyrir þurrk, kláða eða einhverskonar óþægindum í húðinni.
Finnið hvernig húðgerð þið eruð með og út frá því hvað þið þarfnist til að gera húðina heilbrigðari.
Andlitsolíur
Andlitsolíur geta haft marga mögulega kosti, en heildartilgangur þeirra er að byggja upp verndarstig húðarinnar. Þó að þær séu aðallega þekktar fyrir rakagefandi eiginleika, geta andlitsolíur einnig hjálpað til við að hægja á öldrun húðarinnar og veitt bakteríudrepandi og læknandi eiginleika.
Berðu olíuna á þurr svæði eftir krem – að jafnaði er betra að bera olíur eftir að þú hefur borið á þig rakakrem, en ekki öfugt.
Maskar
Andlitsmaskar geta verið áhrifarík leið til að ná betur fram nærandi meðferðarefnum í húðvörunni og í einbeittari formi. Með því að nota maska getum við náð betur fram innihaldsefnunum og gefið þeim meiri tíma til að vinna á yfirborði húðarinnar.
Almennt er talað um að gott sé að nota maska ca. 1 sinni í viku.
Notaðu mjúkan volgann klút til að skola varlega umfram efni úr maskanum eftir notkun. Gættu þess að skrúbba ekki of mikið eða nota of heitt vatn, þar sem það getur þurrkað húðina. Ekki hreinsa andlit þitt eftir að hafa notað andlitsmaskann. Bíðið til morguns með að þvo andlitið.
Eftir að þú hefur fjarlægt andlitsmaskann, getur verið gott að bera á sig rakakrem til að viðhalda rakanum. Veldu rakakrem sem hentar þinni húðgerð og notaðu þunnt lag eftir að þú hefur fjarlægt andlitsmaskann. Þetta getur hjálpað til við að halda húðinni rakri og hámarkað áhrif maskans.
Augnpúðar
Augnpúðar eru byggðir upp af hýalúrónsýru og keramíðum sem hjálpa til við að fylla húðina.
Augnpúðar gefa góðann raka á viðkvæmu augnsvæði, dregur úr hrukkum, dökkum blettum og getur dregið úr vökvasöfnun í kringum augnsvæðið. Þau eru hönnuð til að endurnýja og tóna þreytta og stressaða húð.
Nota ætti flestar andlitspúða um það bil einu sinni í viku. Hins vegar geta sumar húðgerðir notið góðs af tíðari notkun.
Settu augnpúðana á augnsvæðið undir augun. Sléttu augnpúðana vandlega til að ganga úr skugga um að hydrogel komist í snertingu við húðina. Slakaðu á og notið augnpúðana í um það bil 30 mínútur.
Komdu augnpúðunum fyrir á hreina húð, með stærri endann á augnpúðanum í átt að ytra auganu og minni endann í átt að nefinu.
Hvenær ættir þú að setja á þig augnpúða?
Við notum augnpúðana á kvöldin eftir að við erum búin að hreinsa húðina. Það getur verið sniðugt að nota andlitsmaska og augnpúða á sama tíma, þá slærðu tvær flugur í einu höggi. Lætur augnpúðana svo bíða í 20-30 mínútur á augnsvæðinu.